Það er löngu vitað og hef ég fylgst með afleiðingum vegna lána frá IMF mörg ár aftur í tímann, hver vill vera í eigu IMF til mjög svo langs tíma.. við yrðum í skuld við sjóðinn þar til Ísland færi undir vatn og í stað þess að afla okkur trúverðugleika og virðingu með að stíga upp úr þessum öldudal sjálf.
Auðvitað er það góð lausn fyrir okkur að hafna láni frá IMF.. ef þeir þá ákveða að veita okkur lán. Það tekur okkur vissulega lengur að vinna okkur upp úr skuldasúpunni, eða réttara sagt skuldahafinu en þegar á leiðarenda er komið er það, það sem er það skynsamlegasta í stöðunni.
Fyrir utan allt "kreppu" ástandið hérna í landinu, þá verð ég að segja að ég er orðin þreytt og bókstaflega þunglynd á að skoða fréttir í dag, ég vil heyra eitthvað skemmtilegt. Er farin að skoða í auknu mæli "slúðrið" af fræga fólkinu og krumpaða bringu kate moss til að vega á móti "fréttum" sem eru svo sem engar fréttir, alltaf verið að hjakka í sama farinu, ekki verið að segja okkur neitt nýtt af ástandinu, bara verið að vitna í eldri samtöl við haarde og I. sólrúnu ...."í viðtali þann 13. október..." bliiiii þreytt og gagnslaust
Ein á leið í þunglyndið
Gætum hæglega sleppt IMF-láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.11.2008 | 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hversu margar stelpur skyldu gerast nunnur (sem þykja ekki nægilega góðar í venjulega keppni) til að eiga jafnvel kost á því að vera kosin fallegasta nunnan? Ég spái því að þær verði nokkrar sem gera það. (Á Ítalíu).
Fegurðarsamkeppni nunna skipulögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.8.2008 | 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hald lagt á sportbílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.8.2008 | 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef nánar er skoðað, þá eru jafn miklar sveiflur innan stjórnmála landsins og efnahagsmála. Maður hefur alls ekki undan að fylgjast með breytingum og þótt maður nái að fylgjast með þá er varla að maður skilji allar þessar breytingar. Ekki mjög hughreystandi þessar breytingar allar saman á fólkinu sem "stjórnar" landinu.
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.8.2008 | 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vissulega er einstaklega óviðeigandi að skipta sér af málum og lífum annarra. Staðreyndin er hins vegar sú að fólk sem lifir lífi fjölmiðils, hefur ekki þessa siðferðiskennd sem við hin höfum frekar. Þeim er alveg sama þótt fólk verði pirrað og illt út í sig og er alveg sama þótt það traðki á einkalífi annarra. Þeim er sama vegna þess að það fær borgað fyrir það að færa "fréttir" og þótt mér þyki ekkert merkilegra að bubbi og hrafnhildur séu mögulega að fara að eignast barn frekar en að það komi jákvætt eða neikvætt á eigin prófi, þá hefur fólk gaman að því að fylgjast með einkalífi okkar landsfrægu einstaklinga og þannig hefur það ávallt verið, það er bara alls ekkert nýtt. Taki til sín hver sem vill en mér er nokk sama hvort Bubbi og Hrafnhildur séu að fara eignast barn eða ekki, samt las ég þessa "frétt"? ég fer seint að skíta út fjölmiðla landsins, þeir eru eins og þeir eru og ekkert öðruvísi en papparassar út í heimi. Öll lesum við flest sem sett er fyrir framan okkur, hvort sem um sé að ræða efnahag landsins eða möguleikann að Bubbi verði jafnvel pabbi.
Bubbi: Hef hlutina fyrir mig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.8.2008 | 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég og minn kæri rifum okkur fram úr rétt yfir 6 í morgun til að fylgjast með leik Íslands og Suður-Kóreu. Upplifun mín af leiknum var eftirfarandi: ég hef nú ekki horft á marga handboltaleiki á minni ævi en mér fannst þessi leikur ágætlega spilaður. Með að rína samt í liðin, þá fannst mér nokkuð gefið að SK myndu hafa meira úthald í þessum leik en það er einungis vegna þess að þeir eru töluvert nettari en rumarnir okkar. Íslensku strákarnir stóðu sig samt með eindæmum vel í vörninni en sóknin hefði mátt vera sterkari. Þó er ekki hægt að sakast við strákana "okkar" því að auðvitað eru þeir þreyttir, einn dagur á milli leikja og alltaf um að ræða mjög sterka mótherja enda um bestu liðin sem keppa á Ólympíuleikunum.
Ég reyndar gafst upp af þreytu aðallega þegar 14 mínútur voru eftir og við vorum 4-5 mörkum undir. En eins og lýsingin af leiknum var þær 14 mínutur sem ég ákvað að segja skilið við skjáinn, þá náðu þeir sér á betra ról þótt það hafi ekki dugað til sigurs á SK.
Niðurstaða þessa leiks verður þó einungis til þess að þeir mæta tvíefldir til næsta og það verður án efa hörkuleikur, enda mætum við þá grönnum okkar Dönum. ég hef hitt fyrir danska landsliðið og eru ansi sprækir og undirbúnir fyrir slaginn, alltaf, hvenær sem er. Enda Evrópumeistarar.
Ólafur: Fullt af jákvæðum atriðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.8.2008 | 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef hugsað er til þess þá er maður í hvert sinn sem maður stígur í flugvél, að setja líf sitt í hendur þeirra sem stjórna flugi hverju sinni. Ég hef persónulega lent í því að liðið hefur yfir mig í flugtaki á leið í frí til Danmerkur jólin 2000. Ég var þá kominn 5 og hálfan mánuð á leið með mitt fyrsta og eina barn í dag og fremur illa fyrirkölluð, flugið var snemma og ég frekar lítið sofin og hafði ekki fengið mér að borða. Ég klæddist frekar rúmum jogginggalla og því var ekki greinilegt að ég væri ólétt. Ég hafði beðið um sæti við ganginn þannig ég ætti auðveldara með að komast minna leiða ef skyldi vera margt í vélinni. Allaveganna, ég fékk mér sæti og lét lítið fyrir mér fara. Um leið og vélin fer svo að taka af stað á flugbrautinni, þá finn ég fyrir afskaplegri vanlíðan og vissi vel að það væri í stutt í það að ég félli í yfirlið þar sem ég er frekar reynslurík á því sviði. Ég byrjaði að reyna losa beltið, og konur tvær sem sátu við hliðina á mér skömmuðu mig og sögðu mér að gjörogsvovel að festa beltið aftur. Ég hvæsti á þær til baka "ég er að fara!!!" og næst man ég það að ég ranka við mér á miðjum gangi, fyrir miðri vél og flestir í frekar miklu losti að sjá mig liggjandi þarna, þar sem ekki er hægt að gefa sér hvað ami að. Það stendur flugfreyja fyrir ofan mig og rennir niður peysunni og sér þá að ég var ólétt og fékk vægast sagt tremma og hljóp inn í flugmannaklefa og ætlaði að láta þá snúa við og lenda svo ég kæmist undir læknishendur í skoðun til að sjá hvort allt væri í lagi. Hún kemur svo tilbaka og spyr þá hvort einhver læknir væri um borð. Svo vildi vel til að heimilislæknir á Selfossi var að ferðast með fjölskyldu sinni til Danmerkur yfir hátíðarnar þannig að hann kom og skoðaði mig í bak og fyrir. Ferðin hélt áfram, ég lá á tveimur sætum með gríðar stórann súrefniskút og grímu og læknirinn sat við hlið mér og snæddi mat og drakk vín. Hann vildi ekki setjast aftur í sitt sæti fyrr en hann væri viss um það að ég væri að hressast. Þegar ég fékk svo smá roða í kinnar þá hélt hann til síns sætis. Ég þakkaði honum kærlega fyrir og steinsofnaði.
Tilgangur þessarar reynslusögu er sú að líkt og fréttin um snarræði flugmanns í erfiðum aðstæðum þá var brugðist við mínum aðstæðum eftir bestu getu og ég er mjög fegin að það hafi verið læknir um borð því annars hefði fríi mínu og hinna um borð í vélinni seinkað og það hefði enginn viljað.
Takk fyrir mig í bili
Mannbjörg í háloftunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.8.2008 | 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar