Ef hugsað er til þess þá er maður í hvert sinn sem maður stígur í flugvél, að setja líf sitt í hendur þeirra sem stjórna flugi hverju sinni. Ég hef persónulega lent í því að liðið hefur yfir mig í flugtaki á leið í frí til Danmerkur jólin 2000. Ég var þá kominn 5 og hálfan mánuð á leið með mitt fyrsta og eina barn í dag og fremur illa fyrirkölluð, flugið var snemma og ég frekar lítið sofin og hafði ekki fengið mér að borða. Ég klæddist frekar rúmum jogginggalla og því var ekki greinilegt að ég væri ólétt. Ég hafði beðið um sæti við ganginn þannig ég ætti auðveldara með að komast minna leiða ef skyldi vera margt í vélinni. Allaveganna, ég fékk mér sæti og lét lítið fyrir mér fara. Um leið og vélin fer svo að taka af stað á flugbrautinni, þá finn ég fyrir afskaplegri vanlíðan og vissi vel að það væri í stutt í það að ég félli í yfirlið þar sem ég er frekar reynslurík á því sviði. Ég byrjaði að reyna losa beltið, og konur tvær sem sátu við hliðina á mér skömmuðu mig og sögðu mér að gjörogsvovel að festa beltið aftur. Ég hvæsti á þær til baka "ég er að fara!!!" og næst man ég það að ég ranka við mér á miðjum gangi, fyrir miðri vél og flestir í frekar miklu losti að sjá mig liggjandi þarna, þar sem ekki er hægt að gefa sér hvað ami að. Það stendur flugfreyja fyrir ofan mig og rennir niður peysunni og sér þá að ég var ólétt og fékk vægast sagt tremma og hljóp inn í flugmannaklefa og ætlaði að láta þá snúa við og lenda svo ég kæmist undir læknishendur í skoðun til að sjá hvort allt væri í lagi. Hún kemur svo tilbaka og spyr þá hvort einhver læknir væri um borð. Svo vildi vel til að heimilislæknir á Selfossi var að ferðast með fjölskyldu sinni til Danmerkur yfir hátíðarnar þannig að hann kom og skoðaði mig í bak og fyrir. Ferðin hélt áfram, ég lá á tveimur sætum með gríðar stórann súrefniskút og grímu og læknirinn sat við hlið mér og snæddi mat og drakk vín. Hann vildi ekki setjast aftur í sitt sæti fyrr en hann væri viss um það að ég væri að hressast. Þegar ég fékk svo smá roða í kinnar þá hélt hann til síns sætis. Ég þakkaði honum kærlega fyrir og steinsofnaði.
Tilgangur þessarar reynslusögu er sú að líkt og fréttin um snarræði flugmanns í erfiðum aðstæðum þá var brugðist við mínum aðstæðum eftir bestu getu og ég er mjög fegin að það hafi verið læknir um borð því annars hefði fríi mínu og hinna um borð í vélinni seinkað og það hefði enginn viljað.
Takk fyrir mig í bili
Mannbjörg í háloftunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.