Heimur fjölmiðlanna

Vissulega er einstaklega óviðeigandi að skipta sér af málum og lífum annarra. Staðreyndin er hins vegar sú að fólk sem lifir lífi fjölmiðils, hefur ekki þessa siðferðiskennd sem við hin höfum frekar. Þeim er alveg sama þótt fólk verði pirrað og illt út í sig og er alveg sama þótt það traðki á einkalífi annarra. Þeim er sama vegna þess að það fær borgað fyrir það að færa "fréttir" og þótt mér þyki ekkert merkilegra að bubbi og hrafnhildur séu mögulega að fara að eignast barn frekar en að það komi jákvætt eða neikvætt á eigin prófi, þá hefur fólk gaman að því að fylgjast með einkalífi okkar landsfrægu einstaklinga og þannig hefur það ávallt verið, það er bara alls ekkert nýtt. Taki til sín hver sem vill en mér er nokk sama hvort Bubbi og Hrafnhildur séu að fara eignast barn eða ekki, samt las ég þessa "frétt"? ég fer seint að skíta út fjölmiðla landsins, þeir eru eins og þeir eru og ekkert öðruvísi en papparassar út í heimi. Öll lesum við flest sem sett er fyrir framan okkur, hvort sem um sé að ræða efnahag landsins eða möguleikann að Bubbi verði jafnvel pabbi.

 


mbl.is Bubbi: „Hef hlutina fyrir mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frægð er ekki slys sem greyið Bubbi lenti í. Ef hann vildi þá gæti hann auðveldlega kúpplað sig útúr þessu öllu og gleymst.

Bögull fylgir skammrifi dúllan mín.

BNT (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Sara Magnúsdóttir

hans er valið :) en þegar fólk er þjóðþekkt líkt og hann þá er varla að það dugi að hóta lífláti til að sleppa undan fjölmiðlum. Þegar ég tala um fjölmiðla í þessu tilviki þá á ég einungis við afar takmarkaðann hóp innan þeirra, sem sagt, slúðurmiðlar.

Sara Magnúsdóttir, 14.8.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband